Speglun Stjarnanna í Sálinni

Bókin

Bókin Speglun Stjarnanna í Sálinni

Greiða Bók

Kr. 5.900.-

Reikn: 172-26-825

Kt. 050556-4099

Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingu á netfangið:

bjorgei@simnet.is

Leiddar-Hugleiðslur
Hljóðupptökur

Greiða fyrir Hugleiðslur

Kr. 16.000.-

Reikn: 172-26-825

Kt. 050556-4099

Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingu á netfangið:

bjorgei@simnet.is

INNGANGUR

Manneskjan virðist hafa meðfædda þrá til að skilja tilgang lífsins og leita sannleikans um uppruna sálarinnar og tilvist æðri máttar.

Frá örófi alda höfum við búið okkur til kerfi eða einhvers konar strúktúr til að vísa okkur leiðina. Trúarbrögð, heimspeki, dulspeki, talnaspeki, stjörnuspeki, jóga, spíritismi, goð, gyðjur, gúrúar, bænir og hugleiðslur eru meðal þess sem manneskjan hefur stuðst við í þessari sannleiks leit.

Þessar leiðir eru auðvitað litaðar af þeirri menningu og þeim þjóðararfi sem þær eiga uppruna sinn í og flestar þeirra hafa verið misnotaðar sem tæki til stjórnunar. Þær eiga þó uppruna sinn í ljósinu og eru vegvísar sem hafa komið til okkar í gegnum innsæið sem svör við bænum okkar. Allar þessar leiðir og fleiri til eru hluti af æðakerfi alheimsins og ná sameiningu í einum kærleikskjarna eða hjarta guðdómsins.

Allskyns líkingamál hefur orðið til sem segir að við séum öll
af sama kjarna og að allar okkar leiðir liggi þangað, eins og t.d.
„öll vötn renna til sjávar“ eða „við erum öll neistar frá sömu
sól“.

Stjörnuspekin á sér nokkur kerfi sem hvert hefur sína sérstöðu, t.d. kínversk stjörnuspeki, tíbesk stjörnuspeki, indversk eða vedísk stjörnuspeki og vestræn stjörnuspeki. Öll þessi kerfi eru góðir leiðarvísar og fullkomin hvert á sinn hátt og góðar
leiðir til sjálfsþekkingar.

Speglun stjarnanna í sálinni byggist á vestrænni stjörnuspeki með austrænu ívafi og tilvísunum í gríska goðafræði. Aðal uppistaðan er þó mín sýn á manneskjuna eftir áratuga reynslu af gerð stjörnukorta sem hluta af meðferðarformi.

Sjúkranudd, dáleiðsla, heilun, stjörnuspeki, innsæi, væntumþykja til manneskjunnar og brennandi áhugi á þróun persónu hennar og sálar er uppistaðan í meðferðarformi mínu.

Speglun stjarnanna í sálinni er ein leið af mörgum til sjálfsþekkingar.

Við notum þetta kerfi sem leið til að brúa bil persónu og sálar. Vekjum meðvitaða dulda þætti í undirvitundinni, horfumst í augu við það sem betur má fara og eflum þannig styrk okkar og lífsgleði. Í leiddum hugleiðslum leyfum við ímyndunaraflinu að tengjast innsæinu og myndum þannig regnbogabrú að helgi og fegurð sálarinnar.

Heimildirnar úr goðafræðinni koma úr ýmsum bókum sem ég hef lesið mér til gagns og gamans og laga ég gjarnan upplýsingarnar eftir mínu höfði að stjörnunum og manneskjunni enda er hér ekki um heimildarit að ræða heldur kennslubók sem er hluti af sjálfsþekkingar- og hugleiðslunámskeiði.

–Björg Einarsdóttir

Efnisyfirlit

INNGANGUR. . . . . . . .. . . . . . . . . . . . 11

ANDLEGIR LEIÐBEINENDUR. . . . . . . 23

TUNGLNÓÐUR. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35

PLÚTÓ – HADES. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49

NEPTÚNUS – PÓSEIDON. . . . . . . . . . . . 57

ÚRANUS. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69

SATÚRNUS – KRÓNUS. . . . . . . . . . . . . . . 79

JÚPÍTER – SEIFUR. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 93

KÍRON – CHIRON. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 109

MARS – AÞENA. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 119

VENUS – AFRÓDÍTA – EROS. . . . . . . . . 133

MERKÚR – HERMES. . . . . . . . . . . . . . . . . 147

TUNGLIÐ – SELENA – LÚNA . . . . . . . . 165

SÓLIN – HELÍOS. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 179

JÖRÐIN – GÆA – MÓÐIRIN. . . . . . . . . . 191

VIÐAUKI. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 205

MERKING LITANNA. . . . . . . . . . . . . . . . 206

DÝRATÁKN. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 207

TÁKN. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 209

Það sem þarf að hafa hugfast eða varast

Hugleiðslur opna alltaf á undirvitundina og það hjálpar okkur
að skilja og þekkja okkur sjálf. Ef þú átt erfiða fortíð sem þú
hefur ekki unnið með mæli ég með að fara til sálfræðings eða
meðferðaraðila sem hentar þér og byrja heilunarferlið þar.

Eftir nokkra tíma, eða þegar meðferðaraðilinn gefur grænt
ljós, geturðu byrjað að nýta þér þessar hugleiðslur því þær vinna
mjög vel samhliða annarri meðferð. Þessar hugleiðslur koma
heldur ekki í staðinn fyrir fíknimeðferð en vinna mjög vel með
eftirmeðferð þegar ákveðnum bata er náð.

Þeir sem eru með geðraskanir ættu að ráðgast við sinn lækni
áður en lengra er haldið því að alvarleg tilfelli af skitsófreníu og

geðhvarfasýki geta versnað. Þessir einstaklingar eru oft ofur-
næmir og hugleiðslur aðrar en slökunarhugleiðslur auka næmni,

sem þessir einstaklingar þurfa síst á að halda.

Sá misskilningur hefur verið uppi hjá sumum að þunglyndis-
og kvíðalyf standi í vegi fyrir því að fólk geti nýtt sér hugleiðslur til andlegs þroska og sjálfsþekkingar en það er ekki rétt. Þvert á móti stuðla lyfin að því jafnvægi sem þarf til að geta nýtt sér hugleiðslur samhliða meðferð.

Leiðbeiningar

Þeir sem eru vanir að nýta sér leiddar hugleiðslur í sjálfsvinnu
hafa örugglega fundið þá leið sem hentar þeim best en alltaf er
þó ráðlegt að kynna sér ólíkar leiðir.
Áður en við hugleiðum er best að velja stað þar sem við
verðum ekki fyrir truflun. Að setja umhyggju og fegurð inn í
umhverfið hjálpar oft til að gera upplifunina dýpri. Auðvitað er
það persónulegt hvað hentar hverjum og einum, en helgimyndir,
orkusteinar, fallegar landslagsmyndir, listaverk eða tákn trúar
eins og kross, Maríu- eða búddastyttur, myndir af meisturum
og englum kalla fram helgi og fegurð í sálinni. Róandi tónlist og
dempuð lýsing virka vel sem leið inn í kyrrð og slökun.
Sumum hentar betur að liggja í hugleiðslum en öðrum að
sitja í stól eða í jógastellingu. Best er að koma sér þannig fyrir að
líkaminn trufli sem minnst.

Fyrir þá sem eru langþreyttir eða að jafna sig eftir áföll eða
veikindi er gott að liggja og leyfa sér að sofna meðan hugleiðslan
er í gangi því hún vinnur með undirvitundina og þá kemur
einnig hvíld og heilun inn á taugakerfið. Svo er hægt að fara aftur
í gegnum þær hugleiðslur seinna og vera þá meðvitaður um
ferðalagið.

Það getur tekið okkur mislangan tíma að ná því að ferðast meðvitað í hugleiðslum og við þurfum að treysta. Miklir erfiðleikar í lífinu, mikil vinna, þreyta og hraði geta haft hamlandi áhrif sem og líkamleg óþægindi.

Ég hef líka séð að ákveðnar stjörnuafstöður geta hamlað
eða aukið á upplifunina. Í þessum tilvikum er best að liggja í

hugleiðslu og setja athyglina bara á slökun; þá gefum við hug-
leiðslunni og sálinni rými til að vinna með undirvitundina.

Ef þú ert að hugleiða með öðrum og kýst að hugleiða liggj-
andi er gott að liggja á hlið eða á maganum.Þá eru minni líkur á að trufla aðra með svefnhljóðum því að algengt er að óróleiki í svefni eða hrotur fylgi mikilli þreytu.

Sumir eru ofurnæmir og þola illa áreiti og finnst því best
að hugleiða einir á sínum kyrrðarstað en aðrir kjósa að vera
í hópi og spegla sig í honum. Það þarf bara að hafa hugfast
að við erum ólík og mjög trúlega á ólíkum stað í lífinu og þar
af leiðandi verða upplifanirnar oft mjög mismunandi. Virðum
fjölbreytileikann hér eins og annars staðar og treystum sálinni
og okkar æðri leiðbeinendum fyrir ferlinu.

Ég mæli með að taka fyrir einn kafla og eina hugleiðslu á viku.
Lesa kaflann með hugleiðslunni vel og hugleiða svo minnst einu
sinni, en ekki oftar en þrisvar, í vikunni. Upplagt er að nota t.d.
göngur úti í náttúrunni, núvitund, jóga nidra eða aðra slökun
með. Þetta er fjórtán vikna námskeið en þú getur tekið hvíld á
milli fyrri og seinni hluta þess, jafnvel tekið seinni hlutann að ári
liðnu og gefið þér þannig meiri tíma í úrvinnslu.

Hægt er að nýta sér þetta námskeið aftur og aftur og verður
upplifunin alltaf í samræmi við hvar hver og einn er staddur
í sínu þróunarferli. Ég myndi mæla með að prófa og nýta sér
aðrar aðferðir á milli, annars getur komið leiði og hann hamlar
dýpri upplifun.

Nauðsynlegt er að hafa við höndina sérstaka bók sem þú
skrifar í upplifanirnar úr hugleiðslunum og drauma þína á meðan
þú ferð í gegnum námskeiðið. Þannig lærirðu að þekkja og skilja
skilaboð og táknmál sálarinnar og þinna innri leiðbeinenda.
Gangi þér vel.